Nokia 2330 classic - Músíkspilari

background image

Músíkspilari

Síminn þinn inniheldur músíkspilara til að hlusta á lög eða aðrar MP3 eða AAC hljóðskrár.

Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum

hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn

er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Veldu Valmynd > Miðlar > Tónl.spilari.
Til að hefja spilun eða gera hlé á henni ýtirðu á valtakkann í miðjunni.
Til að fara á byrjun lags sem er í spilun er flett til vinstri.
Til að fara í lagið á undan ýtirðu tvisvar á vinstri flettitakkann.
Til að fara í næsta lag flettirðu til hægri.
Til að spóla til baka ýtirðu á vinstri flettitakkann og heldur honum niðri.
Til að spóla áfram ýtirðu á hægri flettitakkann og heldur honum niðri.

Miðlar

© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.

22

background image

Til að stilla hljóðstyrkinn flettirðu upp eða niður.
Kveikt og slökkt er á músíkspilaranum með því að ýta á #.
Til að leyfa tónlist að spila í bakgrunninum ýtirðu á hætta-takkann. Spilarinn er

stöðvaður með því að halda inni hætta-takkanum.

13. Forrit

Í hugbúnaði símans kunna að vera nokkrir leikir og Java-forrit sem eru sérstaklega

hönnuð fyrir Nokia-símann.
Veldu Valmynd > Forrit.
Veldu Leikir eða Safn til að opna leik eða forrit. Flettu að leik eða forriti og veldu

Opna.
Til að skoða hve mikið minni er tiltækt fyrir uppsetningu nýrra leikja og forrita velurðu

Valkost. > Staða minnis.
Veldu Valkost. > Hlaða niður > Hl. niður leikjum eða Hl. niður forritum til að hlaða

niður leik eða forriti. Síminn styður J2ME™ Java-forrit. Gakktu úr skugga um að forritið

sé samhæft símanum áður en því er hlaðið niður.

Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá traustum

aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið prófuð með Java

Verified™.
Hægt er að vista sótt forrit í Gallerí í stað Forrit.

14. Skipuleggjari

Vekjaraklukka

Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Vekjarakl..
Til að kveikja eða slökkva á vekjaraklukkunni velurðu Áminning:. Til að stilla tíma

vekjarans velurðu Tími vekjara:. Ef stilla á símann þannig að hann hringi á völdum

dögum vikunnar skaltu velja Endurtaka:. Til að velja eða sérstilla vekjaratón velurðu

Vekjaratónn:. Til að stilla tíma fyrir blund velurðu Lengd blunds:.
Veldu Hætta til að stöðva vekjarann. Ef þú lætur klukkuna hringja í eina mínútu eða

velur Blunda, slokknar á vekjaraklukkunni í þann tíma sem blundurinn hefur verið

valinn og svo hringir hún aftur.

Dagbók og verkefni

Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Dagbók. Núverandi dagur er með ramma. Ef

færslur eru við daginn er hann feitletraður.
Til að búa til dagbókaratriði flettirðu að dagsetningu þess og velur Valkost. > Skrifa

minnismiða.