Nokia 2330 classic - Upprunalegar stillingar

background image

Upprunalegar stillingar

Til að nota upprunalegar stillingar símans velurðu Valmynd > Stillingar >

Endurheimta forstillingar og úr eftirfarandi valkostum:
Endursetja stillingar eingöngu — til að núllstilla símann án þess að eyða

persónulegum gögnum.

Stillingar

© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.

20

background image

Núllstilla allt — til að núllstilla símann og eyða öllum persónulegum gögnum (t.d.

tengiliðum, skilaboðum og hljóð- og myndskrám).

10. Valmynd símafyrirtækis

Aðgangur að þjónustu sem símafyrirtækið býður upp á. Hafa skal samband við

símafyrirtækið til að fá nánari upplýsingar. Símafyrirtækið getur uppfært þessa valmynd

með þjónustuboðum.

11. Gallerí

Efni sem er varið með stafrænum réttindum (DRM) fylgir opnunarlykill sem tilgreinir

hvernig hægt er að nota efnið.
Ef tækið er með OMA DRM-varið efni skal nota öryggisafritunaraðgerðina í Nokia PC Suite

til að taka öryggisafrit af bæði opnunarlyklunum og efninu. Ef notaðar eru aðrar

flutningsaðferðir er ekki víst að opnunarlyklarnir, sem þarf að endursetja ásamt OMA

DRM-vörðu efni eftir að minni tækisins er forsniðið, verði fluttir með efninu. Einnig gæti

þurft að endursetja opnunarlyklana ef skrár í tækinu skemmast.
Síminn styður notkunarleyfakerfi (Digital Rights Management, DRM) til varnar aðfengnu

efni. Ætíð skal kanna afhendingarskilmála alls efnis og opnunarlykla áður en það er sótt

þar sem það getur verið háð greiðslu.
Til að skoða möppurnar velurðu Valmynd > Gallerí.

12. Miðlar

Myndavél & myndupptaka

Þetta tæki styður 480x640 pixlar myndupplausn.

Myndir meðan

Til að taka mynd velurðu Valmynd > Miðlar > Myndavél, eða flettir til hliðar ef kveikt

er á upptöku myndskeiða. Mynd er tekin með því að velja Mynda.
Til að þysja að eða frá í myndavélarham, flettir þú upp eða niður.
Til að velja næturstillingu, kveikja á sjálfvirkri myndatöku, eða taka myndaröð velurðu

Valkost. og svo óskaðan valkost. Veldu Valkost. > Stillingar > Tími forskoðunar til

að stilla forskoðun og tímann.

Upptaka myndskeiða

Veldu Valmynd > Miðlar > Myndskeið til að nota myndskeiðsaðgerðina. Veldu Taka

upp til að hefja myndupptökuna.
Til að stilla hversu löng myndskeið er hægt að taka upp velurðu Valmynd > Miðlar >

Myndavél > Valkost. > Stillingar > Lengd myndskeiða.